„Vil ekki sjá enskan markmann í neinu marki“

Jordan Pickford hefur verið orðaður við Manchester United undanfarnar vikur.
Jordan Pickford hefur verið orðaður við Manchester United undanfarnar vikur. AFP/Darren Staples

„Ég vil sjá Manchester United kaupa Victor Osimhen og Kim Min-jae,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um enska boltann.

Alls ekki

Gummi er stuðningsmaður Manchester United en félagið hefur verið sterklega orðaður við suður-kóreska varnarmanninn Kim og þá er félagið einnig á höttunum eftir nýjum framherja.

„Alls ekki,“ sagði Gummi þegar hann var spurður að því hvort hann vildi fá markvörðinn Jordan Pickford til félagsins sem hefur einnig verið orðaður við United.

„Ég verð að vera alveg hreinskilinn með það og ég vil ekki sjá enskan markmann í neinu marki ef ég á að vera fullkomlega hreinskilinn,“ sagði Gummi meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka