Senegalski knattspyrnumarkvörðurinn Edouard Mendy hefur yfirgefið Chelsea og er á leiðinni til Al Ahli í Sádi-Arabíu.
Mendy, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir Lundúnafélagsins sumarið 2020 og var lykilmaður í Meistaradeildarsigri Chelsea tímabilið 2020/21. Var hann síðar valinn besti markvörður Evrópu þá leiktíð.
Mendy vann einnig meistarabikar Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða tímabili síðar, en eftir það varð tími hans hjá Chelsea all erfiðari þar sem hann missti sæti sitt til Spánverjans Kepa Arrizabalaga, sá sem hann tók það upprunalega frá.