Enska knattspyrnufélagið hefur áhuga á að festa kaup á ungverska sóknartengiliðnum Dominik Szoboszlai, leikmanni RB Leipzig.
Hinn hæfileikaríki Szoboszlai er Íslendingum ekkert sérstaklega að góðu kunnur, en hann skoraði dramatískt sigurmark Ungverja í umspili gegn íslenska liðinu um laust sæti á EM 2020.
The Athletic greinir frá því að forsvarsmenn Liverpool hafi fundað með umboðsmönnum Szoboszlai í vikunni þar sem möguleikinn á kaupum var ræddur og að félagið viti sem er að erfitt muni reynast að klófesta Szoboszlai í sumar.
Möguleg kaup á hinum 22 ára gamla Ungverja tengjast ekkert fyrirhuguðum lánssamningi Fábio Carvalho, sem er á leið til Leipzig að láni frá Liverpool.
Szoboszlai er sagður vera með ákvæði í samningi sínum sem felur í sér að berist tilboð upp á 70 milljónir evra verði Leipzig að samþykkja það, þó ekki komi fram hvort eða hvenær ákvæðið fellur úr gildi.