Manchester United setur sig í samband

Ekvadorinn Moises Caicedo knúsar Argentínumanninn Alexis Mac Allister, nýjasta leikmann …
Ekvadorinn Moises Caicedo knúsar Argentínumanninn Alexis Mac Allister, nýjasta leikmann Liverpool. AFP/Glyn Krik

Enska knattspyrnufélagið Manchester United ætlar að setja sig í samband við Brighton varðandi Ekvadorann Moises Caicedo, miðjumann liðsins. 

Manchester-félagið mun setja sig í formlegt samband við Brighton eftir að hafa skoðað leikmanninn undanfarið. 

Caicedo er á radar Chelsea sem hefur verið í löngum viðræðum við Brighton allt frá því að félagaskiptaglugginn opnaði.

Manchester United hefur hinsvegar blandað sér í baráttuna eftir að félagið er búið að eiga í erfiðleikum með að semja við Chelsea um að fá Englendinginn Mason Mount til liðs við sig. 

Í janúar hafnaði Brighton 70 milljóna punda tilboði frá Arsenal í Ekvadorann, en Arsenal, sem er sagt hafa áhuga, einbeitir sér nú að öðrum skotmörkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka