Þjóðverjinn fyrstu kaup Arsenal í sumar

Kai Havertz er genginn til liðs við Arsenal frá Chelsea.
Kai Havertz er genginn til liðs við Arsenal frá Chelsea. AFP/Andrzej Iwanczuk

Þýski knattspyrnumaðurinn Kai Havertz er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld en Havertz, sem er 24 ára gamall, kemur til félagsins frá Chelsea.

Sóknarmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning við félagið en Arsenal borgaði Chelsea 65 milljónir punda fyrir hann.

Havertz gekk til liðs við Chelsea frá Bayer Leverkusen sumarið 2020 en alls á hann að baki 91 leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur skorað 19 mörk og lagt upp önnur 10.

Þá á hann að baki 37 A-landsleiki fyrir Þýskaland en hann er fyrsti leikmaðurinn sem Arsenal kaupir í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka