Enski knattspyrnumaðurinn James Maddison er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham.
Þetta tilkynnti enska félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld en Maddison, sem er 26 ára gamall, kemur til félagsins frá Leicester.
Miðjumaðurinn skrifaði undir langtímasamning við Tottenham sem borgaði Leicester 40 milljónir punda fyrir hann.
Maddison gekk til liðs við Leicester frá Norwich sumarið 2018 og lék 203 leiki fyrir félagið þar sem hann skoraði 55 mörk.
Newcastle og Arsenal höfðu einnig áhuga á leikmanninum sem ákvað að velja Tottenham.