Ýmislegt sem þarf að gera hjá United

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United. AFP/Glyn Kirk

„Þetta hefur tekið langan tíma og það virðist vera eitthvað sem stendur í mönnum,“ sagði fjármálasérfræðingurinn og knattspyrnuáhugamaðurinn Björn Berg Gunnarsson í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um kaup Sjeik Jassim bin Hamad Al-Thani á Manchester United.

Ýmislegt í gangi á bak við tjöldin

Al-Thani, krónprinsinn af Katar, hefur lagt fram nokkur tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið en bandaríska Glazer-fjölskyldan tilkynnti á síðasta ári að félagið væri til sölu fyrir rétt verð.

„Við vitum ekki hvað er í gangi á bak við tjöldin en það þarf að fara ganga frá þessu enda kominn júlí,“ sagði Björn Berg.

„United er í þeirri stöðu að það þarf að fara gera ýmislegt hjá félaginu, bæði þegar kemur að leikmannakaupum og innviðum hjá félaginu,“ sagði Björn Berg meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert