Greenwood kominn með treyjunúmer

Mason Greenwood.
Mason Greenwood. AFP/Lindsey Parnaby

Mason Greenwood var ekki á lista leikmanna Manchester United fyrst þegar gefin voru út treyjunúmer þeirra, en er í dag er hann komin á listann og fékk gamla númerið sitt, 11.

Búist var við yfirlýsingu frá United um Greenwood fyrir fyrsta leik þeirra á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn, en því hefur verið frestað.

Greenwood var hand­tek­inn í janú­ar árið 2022 og var ákærður fyr­ir til­raun til nauðgun­ar og lík­ams­árás en mynd­ir og mynd­bönd af því fóru eins og eld­ur um sinu á net­inu. Í fe­brú­ar á þessu ári var málið þó fellt niður og hann er með samning til 2025.

United framkvæmdi eigin rannsókn á málinu og samkvæmt enskum miðlum var næsta skref að ráðleggja sig við hagsmunaaðila félagsins, þar á meðal kvennaliðið.

 „Spennandi framherji sem hefur verið langt á undan áætlun hvað varðar framfarir í röðum United og sló í gegn tímabilið 2019/20,“ stendur um Greenwood á heimasíðu United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert