Brighton & Hove Albion samþykkti tilboð Liverpool í Moisés Caicedo fyrir 110 milljónir punda, sem yrði met fyrir leikmann á Bretlandseyjum en Caicedo neitar að skrifa undir.
Sky Sports og Fabrizio Romano greina frá því að hann vilji ekki fara til Liverpool heldur til Chelsea en hann hefur verið í viðræðum við félagið frá því í maí.
Hann hefur tilkynnt Liverpool þetta og Chelsea ætlar að senda inn annað tilboð til þess að ná samningi í gegn við Brighton sem hefur hafnað tilboðum Chelsea hingað til.
Caicedo vill ólmur fara frá Brighton og mætti ekki á æfingu liðsins á þriðjudaginn í mótmælaskyni eftir að félagið vildi ekki samþykkja tilboð sem borist höfðu frá Chelsea í sumar.