Ísland nefnt í leikmannakynningu Greenwood

Mason Greenwood lék síðast með Manchester United árið 2022.
Mason Greenwood lék síðast með Manchester United árið 2022. Mynd/Athletic

Mason Greenwood var tekinn af heimasíðu Manchester United þegar hann var hand­tek­inn í janú­ar á síðasta ári. Hann er nú kominn aftur þangað og landsliðsferð hans til Íslands er nefnd í kynningunni.

Hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um til­raun til nauðgun­ar, lík­ams­árásar og þving­andi hegðunar gagn­vart kær­ustu sinni og því tekinn af heimasíðunni og settur í bann af United.

Hann er hinsvegar kominn aftur á heimasíðuna og talað er um eina leik hans með A-landsliði Englands sem var gegn Íslandi á Laugardalsvelli.

Þessi landsliðsferð hans var einstaklega áhugaverð fyrir Íslendinga þar sem Mason Greenwood og samherji hans í landsliðinu, Phil Foden, fengu til sín íslenskar stelpur upp á hótelherbergi í miðjum heimsfaraldri.

Greenwood og Foden sögðu við íslensku stelpurnar að þætti Ísland leiðin­legt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert