Rúnar Alex til Cardiff

Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar Alex Rúnarsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eyþór Árnason

Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmarkmaður í knattspyrnu er að fara í ensku B-deildina á láni en hann gengur til liðs við velska félagið Cardiff frá Arsenal.

Rúnar Alex hefur verið hjá Arsenal frá 2020 en ekki fengið mörg tækifæri með liðinu og aðeins spilað einn leik í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var á láni hjá OH Leuven tímabilið 2021-22 og spilaði í Tyrklandi með Alanyaspor á síðasta tímabili.

David Raya kom nýlega til félagsins til þess að veita Aaron Ramsdale samkeppni svo Rúnar hefði líklegast ekki fengið fleiri tækifæri á þessu tímabili heldur en áður.

 

 

Rúnar er ekki fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að spila með Cardiff en Aron Einar Gunnarsson spilaði þar frá 2011 til 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert