„Vandamál United er að þeir eru ekki að nýta færin sín,“ sagði knattspyrnusérfræðingurinn Bjarni Þór Viðarsson í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um Manchester United.
United hefur ekki virkað sannfærandi í upphafi tímabilsins en liðið vann 1:0-sigur gegn Wolves á Old Trafford í 1. umferðinni og tapaði svo 2:0 gegn Tottenham í annarri umferðinni í Lundúnum.
„Garnacho er mjög efnilegur en hvort hann sé nægilega góður til þess að byrja alla leiki hjá United, ég veit ekki með það,“ sagði Bjarni.
„Hinu megin ertu með Antony og hann er farinn að fara vel í taugarnar á mér. Það kemur aldrei neitt út úr því sem hann er að gera og hann er með Wan-Bissaka fyrir aftan sig, sem er ekki frábær í fótbolta, og það gerist lítið hjá þeim þarna hægra megin,“ sagði Bjarni meðal annars.