Leikmaður grunaður um að hrinda stuðningsmanni

Moussa Diaby og Leon Bailey fagna marki um helgina.
Moussa Diaby og Leon Bailey fagna marki um helgina. AFP/Adrian Dennis

Jamaíski knattspyrnumaðurinn Leon Bailey, vængmaður Aston Villa, sætir nú rannsókn lögreglu eftir að stuðningsmaður félagsins sakaði hann um líkamsárás eftir 4:0-sigur Villa á Everton í gær.

Daily Mail greinir frá því að atvikið hafi átt sér stað við betri sætin í stúkunni á Villa Park.

Stuðningsmaður Villa hafi beðið Bailey um ljósmynd með syni sínum, sem fagnaði fimm ára afmæli sínu í gær.

Bailey hafi neitað og sakar stuðningsmaðurinn leikmanninn um að hafa hrint sér í jörðina.

Atvikið er sagt hafa náðst á myndband í öryggismyndavélum á leikvanginum og að þá hafi fjöldi vitna séð það.

Lögreglan í Vestur-Miðlöndum rannsakar nú málið en vildi ekki tjá sig frekar um það er Daily Mail leitaðist eftir því í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka