Styttist í endurkomu Arnórs (myndskeið)

Jon Dahl Tomasson knattspyrnustjóri Blackburn og Arnór Sigurðsson.
Jon Dahl Tomasson knattspyrnustjóri Blackburn og Arnór Sigurðsson. Ljósmynd/Blackburn Rovers

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson er allur að koma til, eftir meiðsli sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu með enska B-deildarliðinu Blackburn. 

Arnór hóf æfingar með Blackburn á ný í dag, en hann hefur ekkert getað leikið með liðinu, hvorki á undirbúningstímabilinu, né í þremur fyrstu umferðum B-deildarinnar. Kom Arnór til Blackburn frá CSKA Moskvu í Rússlandi á dögunum. 

Félagið greinir frá því á Twitter í dag að Arnór sé byrjaður að æfa á ný og styttist í að hann verði leikfær. Í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins kveðst Arnór afar spenntur fyrir því að komast á völlinn á ný.

Myndskeið af Arnóri að æfa má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert