Áfall fyrir Manchester United

Luke Shaw verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla.
Luke Shaw verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla. AFP/Adrian Dennsi

Enski knattspyrnumaðurinn Luke Shaw verður frá keppni næstu vikurnar vegna vöðvameiðsla. Ekki er ljós hve lengi Shaw verður frá, annað en það verði einhverjar vikur.

Mun Shaw missa af næstu leikjum Manchester United, sem og landsleikjum Englands við Úkraínu og Skotland í undankeppni EM.

Meiðslin eru áfall fyrir United, því Tyrell Malacia, sem er einnig vinstri bakvörður, er sömuleiðis að glíma við meiðsli. Þá lánaði United Brandon Williams til Ipswich á dögunum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert