Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það ekki koma til greina að selja Mohamed Salah, sóknarmann liðsins.
Sádiarabísku meistararnir í Al-Ittihad hafa áhuga á egypska markaskoraranum en Klopp sagði á blaðamannafundi í dag að engin tilboð hafi borist í Salah og að ef slík bærust yrði þeim tafarlaust hafnað.
„Við höfum ekki fengið tilboð. Mo Salah er leikmaður Liverpool og gífurlega mikilvægur öllu sem við gerum.
Ef það væri eitthvað myndi svarið vera nei. Mo er 100 prósent skuldbundinn Liverpool. Það er ekkert til að tala um í þessu,“ sagði þýski stjórinn.