Crystal Palace vann góðan sigur á Wolverhampton Wanderers, 3:2, þegar liðin áttust við í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Selhurst Park í Lundúnum í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik færðist heldur betur fjör í leikana í þeim síðari.
Odsonne Édouard kom Palace á bragðið á 56. mínútu en níu mínútum síðar Hwang Hee-Chan búinn að jafna metin fyrir Úlfana.
Jean-Philippe Mateta kom inn á sem varamaður á 71. mínútu og var fljótur að láta að sér kveða.
Lagði hann upp mark fyrir Eberechi Eze á 78. mínútu og sex mínútum síðar lagði hann upp þriðja mark Palace.
Þar var Édouard á skotskónum öðru sinni í leiknum.
Í blálokin minnkaði Matheus Cunha muninn fyrir Úlfana en nær komust gestirnir ekki.
Með sigrinum fór Palace upp í sjöunda sæti þar sem liðið er með sjö stig.
Úlfarnir eru áfram í 15. sæti með þrjú stig.