Wycombe hafði betur gegn Carlisle, 2:0, á heimavelli í ensku C-deildinni í fótbolta í dag. Er liðið í 19. sæti með sjö stig eftir tíu leiki.
Markvörðurinn Jökull Andrésson er að láni hjá Carlisle frá Reading, en hann vill gleyma leiknum í dag sem fyrst.
Jökull fékk nefnilega beint rautt spjald á 29. mínútu fyrir að handleika boltann utan teigs í stöðunni 0:0. Luke Leahy og Sam Vokes refsuðu og gerðu mörk í sitt hvorum hálfleiknum.