Sjeikinn hættir við að kaupa Manchester United

Stuðningsmenn Manchester United vilja margir hverjir losna við núverandi eigendur …
Stuðningsmenn Manchester United vilja margir hverjir losna við núverandi eigendur félagsins. AFP/Oli Scarff

Sjeikinn Jassim bin Hamad Al-Thani hefur hætt við að kaupa enska knattspyrnufélagið Manchester United. 

Hann hefur lengi haft áhuga á að kaupa félagið en lokatilboð hans var nánast tvöfalt meira en markaðsvirði félagsins, um 3,5 milljarða dollara. Einnig ætlaði Sjeikinn að fjárfesta auka 1,5 milljarða dollara í félagið en hann hefur hætt við allt saman. 

Frá greinir blaðamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano en stuðningsmenn Manchester-félagsins hafa lengi viljað núverandi eigendur, Glazers-fjölskylduna, burt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert