Sjeikinn Jassim bin Hamad Al-Thani hefur hætt við að kaupa enska knattspyrnufélagið Manchester United.
Hann hefur lengi haft áhuga á að kaupa félagið en lokatilboð hans var nánast tvöfalt meira en markaðsvirði félagsins, um 3,5 milljarða dollara. Einnig ætlaði Sjeikinn að fjárfesta auka 1,5 milljarða dollara í félagið en hann hefur hætt við allt saman.
Frá greinir blaðamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano en stuðningsmenn Manchester-félagsins hafa lengi viljað núverandi eigendur, Glazers-fjölskylduna, burt.
🚨 Exclusive story on #MUFC takeover.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 14, 2023
◉ Glazers informed of Sheikh Jassim decision — he has WITHDRAWN from the process.
◉ Final bid understood to be almost double than $3.5B market valuation.
◉ $1.5B extra investment was planned.
🇶🇦 All details: https://t.co/1bJDyEEq0g pic.twitter.com/fgxb41cyrr