Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi við Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmann enska boltans á Símanum Sport, um íslensku goðsögnina Ásgeir Sigurvinsson.
Ásgeir gerði garðinn frægan með Stuttgart en í barnæsku var Klopp mikill aðdáandi liðsins.
Þegar Tómas sýndi Klopp myndskeið af Ásgeiri skora spurði Þjóðverjinn: „Er þetta Ásgeir Sigurvinsson? Átrúnaðargoðið mitt!“
Klopp bætti síðan við að honum fyndist Ásgeir vera einn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.