Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sagði fyrir leik liðsins gegn Brentford að Enzo Fernández og Mykhailo Mudryk væru báðir að glíma við smávægileg vöðvameiðsli og því ekki í hóp í dag.
„Vonandi verða þeir klárir í næsta leik, þetta eru ekki alvarleg meiðsli. Það er frábært að Enzo er orðin faðir, kannski er það ástæðan af hverju honum leið óþægilega og gat ekki mætt á æfingu í gær. Hann ætlar að hvílast og endurnærast og kemur vonandi sem fyrst aftur í liðið,“ sagði Pochettino. Enzo Fernández varð faðir fyrir tveimur dögum.
Staðan er 0:0 í hálfleik hjá Chelsea gegn Brentford.