Manchester City gerði góða ferð yfir til nágranna sína í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Gestirnir fóru með öruggan 3:0-sigur af hólmi þar sem markahrókurinn Erling Haaland skoraði tvívegis og lagði upp þriðja markið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.