Umdeilda markið í Newcastle skoðað (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson og Gylfi Einarsson fóru yfir markið umdeilda sem skildi Newcastle og Arsenal að í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Mark sem var skoðað frá þremur vinklum

Á 64. mín­útu leiks­ins komst Newcastle yfir með marki Ant­hony Gor­don. Fyrst átti Jacob Murp­hy skot á markið sem fór nán­ast í innkast en Joe Willock virtist ná bolt­an­um áður en hann fór útaf og kom honum fyr­ir. Þar var Joel­int­on í bar­áttu við varn­ar­mann Arsenal og hafði bet­ur, Dav­id Raya missti af bolt­an­um og Gor­don var einn á auðum sjó og setti bolt­ann í netið.

Það tók reynd­ar nokkr­ar mín­út­ur að staðfesta markið en þrjú atriði voru skoðuð í VAR-her­berg­inu í aðdrag­anda marks­ins sem Newcastle skoraði. Fyrst var skoðað hvort bolt­inn hefði farið útaf áður en Joe Willock sendi fyr­ir markið. Svo var skoðað hvort Joel­int­on hefði verið brot­leg­ur í teign­um í bar­áttu um bolt­ann og að lok­um var skoðað hvort Gor­don hefði verið rang­stæður þegar hann fékk bolt­ann áður en hann setti bolt­ann yfir lín­una.

Að lok­um komst dóm­arat­eymið að þeirri niður­stöðu að bolt­inn hefði ekki farið útaf, Joel­int­on hafi ekki gerst brot­leg­ur og Gor­don ekki verið rang­stæður. Því stóð markið.

Gylfi hrósaði varamönnunum

Þeir Tómas og Gylfi voru sammála um að afskaplega erfitt hafi verið fyrir dómara leiksins og myndbandsdómarana að skera úr um þessi vafaatriði en Gylfi hrósaði varamönnum Newcastle, þeim Jacob Murphy og Joe Willock fyrir þeirra þátt í markinu.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka