Lætur af störfum hjá Manchester United

Leikmenn Manchester United fagna marki á dögunum.
Leikmenn Manchester United fagna marki á dögunum. AFP/Jonathan Nackstrand

Richard Arnold, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Manchester United, mun láta af störfum í lok þessa árs.

Arnold leysti hinn Ed Woodward af hólmi í febrúar á síðasta ári og hefur því sinnt starfi framkvæmdastjóra um tæplega tveggja ára skeið.

BBC Sport greinir frá því að brottför Arnolds tengist yfirvofandi kaupum Sir Jims Ratcliffes á 25 prósenta hlut í félaginu. Hann vilji ráða annan aðila í starfið þegar þar að kemur.

Fjármálastjóri hlutafélags Manchester United, Patrick Stewart, mun taka við starfi framkvæmdastjóra félagsins til bráðabirgða þegar Arnold lætur af störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert