Stjóri Arsenal kærður

Mikel Arteta er kominn í klandur.
Mikel Arteta er kominn í klandur. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Spánverjann Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, vegna ummæla sem hann lét falla er liðið tapaði fyrir Newcastle, 0:1, í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.

Arteta var allt annað en sáttur við að sigurmark Newcastle hafi fengið að standa og sagði hann í viðtölum eftir leik að ákvörðunin hafi verið hneyksli.

Í kjölfarið sendi Arsenal frá sér yfirlýsingu þess efnis að dómgæslan í ensku úrvalsdeildinni ætti langt í land.

Spánverjinn á væntanlega yfir höfði sér væna sekt og þá gæti hann einnig verið úrskurðaður í leikbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert