Enn eitt áfallið fyrir Manchester United

André Onana er að glíma við meiðsli.
André Onana er að glíma við meiðsli. AFP/Adrian Dennis

Markvörðurinn André Onana hefur dregið sig úr leikmannahóp kamerúnska karlalandsliðsins í knattspyrnu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með landsliðinu á föstudaginn síðasta.

Það er BBC sem greinir frá þessu en Onana, sem er 27 ára gamall, þurfti að fara af velli á 81. mínútu í 3:0-sigri Kamerún gegn Máritíus í D-riðli undankeppni HM 2026 í Douala í Kamerún.

Onana meiddist á mjöðm að því er fram kemur í frétt BBC og hann verður því ekki með Kamerún á morgun þegar það heimsækir Líberíu í undankeppni HM 2026.

Onana bætist því á langan meiðslista Manchester United en fyrir eru þeir Casemiro, Linstandro Martínez, Christian Eriksen, Rasmus Höjlund, Jonny Evans, Aaron Wan-Bissaka, Tyrell Malacia og Luke Shaw allir meiddir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert