Klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Liverpool

Erling Haaland dró sig úr norska landsliðshópnum um helgina.
Erling Haaland dró sig úr norska landsliðshópnum um helgina. AFP/Cornelius Poppe

Norski framherjinn Erling Haaland verður að öllum líkindum klár í slaginn um næstu helgi þegar Manchester City tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Etihad-vellinum í Manchester.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Haaland, sem er 23 ára gamall, dró sig úr landsliðshóp Noregs á dögunum vegna meiðsla.

Romano greinir frá því að meiðsli Norðmannsins séu ekki alvarleg og að hann verði klár í slaginn um næstu helgi þegar stórleikurinn fer fram.

Haaland hefur skorað 13 mörk í 12 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og þá hefur hann skorað fjögur mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni.

City er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig en Liverpool er í öðru sætinu með 27 stig eftir fyrstu 12 umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert