Fjöldi stuðningsmanna hljóp inn á völlinn í leik Sierra Leone og Egyptalands í A-riðli undankeppni HM 2026 sem fram fór í Monrovia í Líberíu í gær.
Leiknum lauk með 2:0-sigri Egyptalands en það var Trézéguet sem skoraði bæði mörk Egyptalands í hvorum hálfleiknum fyrir sig.
Fjöldi stuðningsmanna hafði gert sér ferð á leikinn til þess að bera Mohamed Salah, fyrirliða Egyptalands og leikmann Liverpool, augum og reyndu margir að komast í snertingu við hann undir lok leiksins.
Salah yfirgaf völlinn í fylgd hermanna en Egyptaland er með sex stig eða fullt hús stiga í efsta sætinu eftir fyrstu tvær umferðirnar.
🚨🎥| Liverpool’s Mohamed Salah almost gets attacked by opposition fans who ran into the pitch during the match, Sierra Leone vs Egypt. 😦
— TTS. (@TransferSector) November 19, 2023
pic.twitter.com/9xGOOCDinN
Look at the security that Salah has around him 🤯pic.twitter.com/sNZcYbWIGJ
— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) November 19, 2023