Hermenn fylgdu Salah af velli (myndskeið)

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP/Paul Ellis

Fjöldi stuðningsmanna hljóp inn á völlinn í leik Sierra Leo­ne og Egyptalands í A-riðli undankeppni HM 2026 sem fram fór í Monrovia í Líberíu í gær.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Egyptalands en það var Trézéguet sem skoraði bæði mörk Egyptalands í hvorum hálfleiknum fyrir sig.

Fjöldi stuðningsmanna hafði gert sér ferð á leikinn til þess að bera Mohamed Salah, fyrirliða Egyptalands og leikmann Liverpool, augum og reyndu margir að komast í snertingu við hann undir lok leiksins.

Salah yfirgaf völlinn í fylgd hermanna en Egyptaland er með sex stig eða fullt hús stiga í efsta sætinu eftir fyrstu tvær umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert