Spánverjinn framlengir við Úlfana

Hugo Bueno og Bobby Decordova-Reid eigast við í leik Úlfanna …
Hugo Bueno og Bobby Decordova-Reid eigast við í leik Úlfanna og Fulham á síðasta tímabili. AFP/Glyn Kirk

Spænski knattspyrnumaðurinn Hugo Bueno hefur skrifað undir nýjan samning við Wolverhampton Wanderers. Nýi samningurinn gildir til sumarsins 2028 með möguleika á einu ári til viðbótar.

Bueno er 21 árs vinstri bakvörður sem hefur verið á mála hjá Úlfunum frá árinu 2019 og braut sér leið inn í aðalliðið á síðasta tímabili.

Alls hefur hann leikið 31 leik fyrir liðið, þar af 27 í ensku úrvalsdeildinni.

Bueno hafði verið að glíma við hnémeiðsli og þar af leiðandi misst af sex leikjum en sneri aftur í leikmannahópinn, þar sem hann var ónotaður varamaður, í dramatískum 2:1-sigri Úlfanna á Tottenham Hotspur um þarsíðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert