Snýr aftur eftir ársfjarveru

Beth Mead snýr aftur í enska landsliðið.
Beth Mead snýr aftur í enska landsliðið. AFP/Adrian Dennis

Enska knattspyrnukonan Beth Mead er í nýjasta hópi enska landsliðsins, en hún hefur ekki leikið með landsliðinu í eitt ár vegna krossbandsslita.

Mead sleit krossband í leik með Arsenal í nóvember á síðasta ári og missti af HM í sumar vegna meiðslanna.

Sóknarkonan hefur leikið undanfarna leiki með Arsenal og er að nálgast sitt besta stand. Hún hefur skorað 29 mörk í 50 landsleikjum.

Enska liðið mætir Hollandi á heimavelli 1. desember og Skotlandi á útivelli fimm dögum síðar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert