Kólumbísku knattspyrnumaðurinn Luis Díaz er ekki til sölu en hann hefur verið orðaður við Barcelona að undanförnu.
Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Díaz, sem er 26 ára gamall, er samningsbundinn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Kólumbískir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Díaz væri á óskalista Barcelona og að Börsungar hyggðust bjóða brasilíska sóknarmanninn Raphinha í skiptum fyrir Díaz þegar félagskiptaglugginn verður opnaður í janúar.
Díaz gekk til liðs við Liverpool frá Porto í Portúgal í janúar fyrir 40 milljónir punda en hann á að baki 61 leik fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp önnur 9 til viðbótar.