Vill sjá Jürgen Klopp hjá Manchester United

Gary Neville er hrifinn af Jürgen Klopp.
Gary Neville er hrifinn af Jürgen Klopp. AFP/Charly Triballeau

Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, fer ekki leynt með aðdáun sína á Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra erkifjenda United í Liverpool.

Í hlaðvarpinu The Daily Ketchup var Neville spurður hvaða knattspyrnustjóri væri sá besti í heimi að hans mati.

„Ég myndi segja Jürgen Klopp. Jürgen Klopp vinnur með fjárhag sem er margfalt minni en Pep Guardiola gerir.

Pep Guardiola er snillingur og verður sá sem verður minnst að eilífu. En fyrir mér er Jürgen Klopp stórkostlegur knattspyrnustjóri,“ svaraði hann.

Neville bætti því svo við að hann myndi ekki hika við að fá Klopp í starf knattspyrnustjóra Manchester United í stað Erik ten Hag væri það mögulegt.

„Ef þú gæfir mér möguleika á að velja hvaða knattspyrnustjóra sem er í starfið hjá Manchester United á morgun þá væri það Jürgen Klopp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert