Gáfu einhverjum vitleysingi starfið

Neil Warnock á langan feril að baki.
Neil Warnock á langan feril að baki. AFP

Hinn 74 ára gamli Englendingur Neil Warnock hefur ekki sagt sitt síðasta í þjálfun, en hann hefur stýrt 16 liðum á ansi löngum ferli.

Warnock hefur aðeins stýrt enskum liðum á ferlinum til þessa, en hann útilokar ekki að færa sig yfir landamærin og stýra liði í Skotlandi næst.

„Ég elska Skotland og ég hef alltaf viljað þjálfa þar. Ég hef samt aldrei fengið tilboð. Ég held ég hafi samt verið nálægt því að fá starfið hjá Hearts einu sinni.

Þeir gáfu einhverjum vitleysingi frá Lettlandi starfið í staðinn,“ sagði Warnock léttur við BBC í Skotlandi.

Þó hefur enginn frá Lettlandi stýrt Hearts. Litháinn Valdas Ivanauskas stýrði liðinu um tíma og var Warnock væntanlega hugsað til hans.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert