Leikmenn kenna ten Hag um

Erik ten Hag ræðir við lærisveina sína.
Erik ten Hag ræðir við lærisveina sína. AFP/Oli Scarff

Hluti leikmannahóps enska knattspyrnuliðsins Manchester United kennir undirbúningstímabili hollenska knattspyrnustjórans Eriks ten Hags um slæmt gengi liðsins til þessa á leiktíðinni.

The Guardian greinir frá að leikmenn hafi verið dauðþreyttir eftir strangt undirbúningstímabil og því ekki klárir í slaginn þegar tímabilið hófst.

Æfingar Hollendingsins voru mjög stífar á undirbúningstímabilinu og þá lék liðið átta æfingaleiki í fimm löndum.

Samkvæmt enska miðlinum vildi ten Hag taka æfingar United-liðsins á annað stig, til að gera það að meistaraefnum á leiktíðinni. Hefur það ekki gengið eftir. 

United er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, sjö stigum á eftir toppliði Manchester City. Þá hefur liðið aðeins unnið einn leik af fjórum í Meistaradeild Evrópu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert