Fjölga sætum á Anfield gegn United

Nýja svæðið á Anfield sem verður væntanlega formlega opnað snemma …
Nýja svæðið á Anfield sem verður væntanlega formlega opnað snemma á næsta ári en líklega að hluta þann 17. desember. AFP/Paul Ellis

Líkur eru á því að enn fleiri áhorfendur en venjulega verði á Anfield, heimavelli Liverpool, þegar liðið tekur á móti erkifjendunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta 17. desember.

Unnið er að stækkun áhorfendasvæðisins sem á að rúma 61 þúsund áhorfendur að henni lokinni. Í dag komast 50 þúsund manns á heimaleiki Liverpool en þar á bæ er vonast eftir því að heimilt verði að nota hluta nýja svæðisins í leiknum við United og þar með geti nokkur þúsund til viðbótar mætt á völlinn.

Frá þessu er skýrt í tilkynningu frá Liverpool en tekið fram að eftir sé að fá formlegt samþykki fyrir því að nýja svæðið standist allar öryggiskröfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert