Stórkostleg mörk í stórslagnum (myndskeið)

Manchester City og Liverpool mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í hádeginu á morgun.

Af því tilefni hefur úrvalsdeildin rifjað upp tíu fallegustu mörk sem hafa verið skoruðu í viðureignum liðanna í rúmlega 30 ára sögu hennar.

Mohamed Salah, Sergio Agüero, Steven Gerrard og Phil Foden eru á meðal þeirra sem koma við sögu.

Tíu fallegustu mörkin í leikjum Man. City og Liverpool má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert