Ten Hag stýrir ekki United gegn Everton

Erik ten Hag fær gula spjaldið í leiknum við Luton. …
Erik ten Hag fær gula spjaldið í leiknum við Luton. Hann var ósáttur við innkastsdóma sem féllu gegn hans liði og mótmælti harðlega. AFP/Oli Scarff

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, verður fjarri góðu gamni á sunnudaginn þegar lið hans sækir Everton heim í ensku úrvalsdeildinni.

Ten Hag fékk sitt þriðja gula spjald á tímabilinu þegar United mætti Luton á dögunum, fyrir að mótmæla innkasti sem hann taldi sína menn eiga að fá, og það þýðir eins leiks bann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert