Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, verður fjarri góðu gamni á sunnudaginn þegar lið hans sækir Everton heim í ensku úrvalsdeildinni.
Ten Hag fékk sitt þriðja gula spjald á tímabilinu þegar United mætti Luton á dögunum, fyrir að mótmæla innkasti sem hann taldi sína menn eiga að fá, og það þýðir eins leiks bann.