Verður í markinu gegn Everton

André Onana er markvörður Manchester United og kamerúnska landsliðsins.
André Onana er markvörður Manchester United og kamerúnska landsliðsins. AFP/Oli Scarff

André Onana, markvörður Manchester United, hefur náð sér af meiðslum og getur varið mark liðsins gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn.

Erik ten Hag knattspyrnustjóri United staðfesti þetta á fréttamannafundi sem nú stendur yfir. Hann sagði að hins vegar væri óvissa með þátttöku danska framherjans Rasmusar Höjlunds í leiknum en hann færi í nánari skoðun fyrir leikinn.

Onana meiddist í landsleik með Kamerún gegn Máritíus í síðustu viku og missti fyrir vikið af leik liðsins gegn Líbíu á þriðjudaginn.

Þá er Luke Shaw kominn í leikmannahóp United í fyrsta skipti síðan í ágúst en hann hefur verið frá vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert