Brighton nálgast efstu sætin

Joao Pedro fagnar marki sínu á tímabilinu.
Joao Pedro fagnar marki sínu á tímabilinu. AFP

Ensku knattspyrnufélögin Nottingham Forest og Brighton mættust í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Brighton vann 3:2 sigur í spennandi leik en með sigrinum fer Brighton upp í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á eftir Tottenham í hinu mikilvæga fjórða sæti.

Antony Elanga kom heimamönnum yfir með marki á þriðju mínútu leiksins en framherji Brighton, Evan Ferguson jafnaði metin eftir tæpan hálftíma leik. Joao Pedro kom gestunum í Brighton svo yfir með marki rétt fyrir hálfleiksflaut.

Pedro var svo aftur á ferðinni eftir 13 mínútna leik í seinni hálfleiknum er hann skoraði úr vítaspyrnu, það var þó ekki eina vítaspyrna leiksins þar sem Morgan Gibbs-White minnkaði muninn fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar tæplega korter var til leiksloka. Fleiri urðu mörkin þó ekki og lokatölur því 3:2. Nottingham Forest er í fjórtánda sæti deildarinnar eftir tapið í dag með 13 stig í jafnmörgum leikjum.

Luton gegn Crystal Palace

Nýliðar Luton áttu þó góðan dag í dag er þeir unnu 2:1 sigur á Crystal Palace. Öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleiknum en Mengi kom heimamönnum í Luton yfir á 72. mínútu. Olise jafnaði þó metin fyrir Crystal Palace þremur mínútum síðar með laglegu skoti. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skoraði Jacob Brown sigurmark Luton af stuttu færi og Luton því komið upp úr fallsætunum með 9 stig, fjórum stigum meira en Sheffield United í sætinu fyrir neðan. Crystal Palace er í þrettánda sæti deildarinnar með 15 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert