Stórleikur helgarinnar, Manchester City gegn Liverpool, hefst klukkan 12.30 og er í beinni textalýsingu á mbl.is.
Báðir stjórar félaganna stilla upp sterkum byrjunarliðum en framherjinn Erling Haaland byrjar eftir að hafa þurft að draga sig úr landsliðshóp Noregs á dögunum vegna meiðsla. Eina breyting Pep Guardiola hjá City er að Josko Gvardiol víkur fyrir Nathan Aké.
Jürgen Klopp gerir nokkrar breytingar á liði sínu eftir landsleikjahléð þar sem Nunez byrjar í stað Cody Gapo, Curtis Jones kemur inn fyrir Wataru Endo og Alexis MacAllister byrjar eftir að hafa tekið út leikbann.
Man. City: (4-3-3) Mark: Ederson. Vörn: Kyle Walker, Rúben Dias, Manuel Akanji, Nathan Aké. Miðja: Bernardo Silva, Rodri , Phil Foden . Sókn: Julián Álvarez, Erling Haaland, Jérémy Doku.
Varamenn: Stefan Ortega (M), Scott Carson (M), Kalvin Phillips, John Stones, Sergio Gómez, Josko Gvardiol, Oscar Bobb, Rico Lewis.
Liverpool: (4-3-3) Mark: Alisson. Vörn: Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Virgil van Dijk, Kostas Tsimikas. Miðja: Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister, Curtis Jones. Sókn: Mohamed Salah, Darwin Núnez, Diogo Jota.
Varamenn: Caoimhín Kelleher (M), Joe Gomez, Wataru Endo, Ibrahima Konaté , Luis Díaz, Cody Gakpo, Harvey Elliott, Ryan Gravenberch, Jarell Quansah.