Ekki á leiðinni til Manchester United

Kylian Mbappé og Antoine Griezmann á æfingu Frakka.
Kylian Mbappé og Antoine Griezmann á æfingu Frakka. AFP/Franck Fife

Franski knattspyrnumaðurinn Antoine Griezmann hefur blásið á þær sögusagnir að hann sé á förum frá spænska félaginu Atlético Madrid.

Hann hefur verið orðaður við enska félagið Manchester United síðustu daga en þessi 32 ára framherji er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa spænska félagið fyrir 22 milljónir punda.

Griezmann hefur verið frábær með Atlético á þessu tímabili en hann hefur skorað átta mörk í 12 leikjum. Samkvæmt ítalska heimildamanninum Fabrizio Romano staðfestir Griezmann að hann ætli sér að vera áfram á Spáni með það markmið að verða goðsögn hjá Atlético Madrid.

„Ég vil vinna titla með félaginu og það er draumur minn að gefa aðdáendunum titla árið 2024.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert