Norski knattspyrnumaðurinn Erling Haaland sló enn eitt metið í dag er hann kom Manchester City yfir gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Mark Haaland kom á 27. mínútu leiksins eftir misheppnaða spyrnu frá markverði Liverpool, Alisson Becker.
Haaland er því kominn með 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni og tók það hann einungis 48 leiki en metið átti Andy Cole sem skoraði 50 mörk í 68 leikjum.
🔵🤖 Erling Haaland scores his 50th Premier League goal in just 48 games… and he becomes the fastest any player has reached the milestone in the competition.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2023
Machine. ✨🇳🇴 pic.twitter.com/o9kLrgGf2L