Glæsilegt mark dugði ekki til gegn Luton (myndskeið)

Knattspyrnumaðurinn Michael Olise skoraði flott mark fyrir Crystal Palace gegn Luton í ensku úrvalsdeildinni í dag en það dugði ekki til og Luton vann leikinn 2:1 á heimavelli.

Olise fékk boltann á miðjunni, keyrði upp allan völlinn og þrumaði boltanum í fjærhornið til að jafna metin í 1:1 en Teden Mengi skoraði fyrsta mark Luton. 

Jacob Brow skoraði svo sigurmark Luton á 83. mínútu.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert