Jóhann Berg og félagar í Burnley tóku á móti West Ham í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag og má með sanni segja að leikurinn hafi endað með látum en lokatölur í leiknum voru 2:1 fyrir West Ham.
West Ham lyfti sér með sigrinum upp fyrir Chelsea í níunda sæti deildarinnar en Burnley situr enn í síðasta sæti deildarinnar með 4 stig. Allt stefndi í sigur Burnley-manna eftir mark Jay Rodriguez á 49. mínútu, þar til Dara O‘Shea, varnarmaður Burnley, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar fjórar mínútur voru til leiksloka.
Fimm mínútum síðar, í uppbótartíma leiksins, skoraði Tomas Soucek sigurmark fyrir West Ham og niðurstaðan því 2:1 og slæm úrslit fyrir Burnley sem missti leikinn úr höndum sér.
Sheffield United gegn Bournemouth
Bournemouth vann 3:1 sigur á Sheffield United og situr liðið nú í 16. sæti deildarinnar, 7 stigum fyrir ofan Sheffield sem er í 18. Sætinu með 5 stig. Tavernier kom Bournemouth yfir eftir 12 mínútna leik eftir flott skot framhjá markverði Sheffield United. Undir lok fyrri hálfleiksins kom Kluivert svo gestunum í 2:0.
Tavernier var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiksins og stefndi allt í 3:0 sigur gestanna þar til McBurnie klóraði í bakkann fyrir heimamenn í Sheffield United og lokatölur því 3:1.