Liverpool slapp með skrekkinn – brotið á Alisson? (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað í dag með stórleik Manchester City og Liverpool. Liðin skildu jöfn, 1:1, en á 67. mínútu leiksins skoraði Rúben Dias, varnarmaður Manchester City, mark sem var dæmt af.

Í endursýningunni sést Manuel Akanji stjaka við Alisson Becker í marki Liverpool, sem í kjölfarið missir boltann og Dias potar boltanum í opið net. Skiptar skoðanir hafa verið á því hvort markið hafi átt að standa eða ekki en brotið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert