Bournemouth vann sannfærandi útisigur á Sheffield United, 3:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Marcus Tavernier skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 12 mínútur og Justin Kluivert skoraði annað mark Bournemouth eftir að Wesley Foderingham missti boltann undir sig.
Á sama tíma og markmannsmistökin voru hljóp Auston Trusty fyrir Solenka svo hann ákvað að rífa hann niður á miðjum vellinum sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.