Newcastle fór illa með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðin mættust á St. James Park í dag. Leikurinn endaði 4:1 fyrir heimamönnum.
Alexander Isak, Jamaal Lascelles, Joelinton og Anthony Gordon skoruðu eitt mark hver í leiknum.
Rece James braut á Anthony Gordon og fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 73. mínútu en Newcastle hafði þegar skoraði þrjú mörk fyrri það. Gordon skoraði svo fjórða mark Newcastle tíu mínútum síðar.
Öll fimm mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.