Manchester City og Liverpool skildu jöfn í stórleik helgarinnar sem fram fór í hádeginu í dag, lokatölur 1:1. Manchester City er því enn með eins stigs forskot á toppi deildarinnar, en Arsenal getur þó komist upp í fyrsta sætið með sigri seinna í dag.
Framherjinn Erling Haaland skoraði fyrsta mark leiksins, og sitt fimmtugasta mark í 48 leikjum, og stefndi í sigur heimamanna þar til Trent Alexander-Arnold jafnaði metin fyrir Liverpool þegar um 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Trent fagnaði vel og innilega og ögraði áhorfendum Manchester City með fagni sínu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.