„Allt sem þú gerir er gagnrýnt“

Ben Davies í leiknum gegn Aston Villa í dag.
Ben Davies í leiknum gegn Aston Villa í dag. AFP

Ben Davies, varnarmaður Tottenham, segir að það sé erfitt að spila í ensku úrvalsdeildinni, þar sem milljónir fylgjast með hverjum leik.

„Það er svakaleg pressa sem fylgir þessu, og sumum finnst þetta erfitt. Allt sem þú gerir er gagnrýnt af milljónum áhorfenda víðs vegar um heiminn.“

Tottenham byrjaði tímabilið af krafti og var liðið taplaust í fyrstu tíu leikjum tímabilsins, sem jafnar besta árangur félagsins frá árinu 1960, þegar liðið varð Englandsmeistari.

Rétt fyrir nýyfirstaðið landsleikjahlé tapaði liðið gegn Chelsea stórt, og gegn Wolves. Þess að auki hefur liðið misst marga af lykilmönnum í meiðsli, þar á meðal varnarmanninn Micky van de Ven, Christian Romero og miðjumanninn James Maddison.

Davies segir pressuna magnast upp þegar liðinu gangi vel en „fólk verður stressað um leið og það gengur ekki allt upp og óreiða byrjar strax að myndast“.

Næsti leikur Tottenham er gegn Manchester City þann þriðja desember en liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir tapið gegn Aston Villa í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert