Knattspyrnumaðurinn Thiago Silva baðst afsökunar á samfélagsmiðlum eftir að Chelsea tapaði 4:1 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.
„Ég er miður mín, þetta var ekki góður dagur hjá okkur. Ég vil biðja alla afsökunar á þessu tapi, sérstaklega liðsfélaga mína sem hafa trú á mér og styðja við bakið á mér alla daga. Ég tek fulla ábyrgð. Við skulum safna styrk og koma sterkari til baka,“ skrifaði 39 ára miðvörðurinn.
I'm devastated. It wasn't a good day for us. I would like to apologize to everyone for the defeat, especially to my teammates who believe in me and support me every day. I take full responsibility. Let's gather strength and come back stronger 🙏🏽💙 pic.twitter.com/sXP3ufJox8
— Thiago Silva (@tsilva3) November 25, 2023
Silva átti ekki góðan dag í vörn Chelsea í gær en m.a. missti hann boltann frá sér og Joelington skoraði í kjölfarið þriðja mark Newcastle.