Baðst afsökunar á tapi Chelsea

Thiago Silva átti slæman dag í vörn Chelsea í gær.
Thiago Silva átti slæman dag í vörn Chelsea í gær. AFP/Glyn Kirk

Knattspyrnumaðurinn Thiago Silva baðst afsökunar á samfélagsmiðlum eftir að Chelsea tapaði 4:1 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Ég er miður mín, þetta var ekki góður dagur hjá okkur. Ég vil biðja alla afsökunar á þessu tapi, sérstaklega liðsfélaga mína sem hafa trú á mér og styðja við bakið á mér alla daga. Ég tek fulla ábyrgð. Við skulum safna styrk og koma sterkari til baka,“ skrifaði 39 ára miðvörðurinn.

Silva átti ekki góðan dag í vörn Chelsea í gær en m.a. missti hann boltann frá sér og Joelington skoraði í kjölfarið þriðja mark Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert